top of page

Hamborgari, franskar og sósa

Um daginn fengum við fjölskylduna í mat. Ein klassísk máltíð þegar fullorðnir og börn eru saman komin eru hamborgarar. Ég vildi ekki víkja frá paleo mataræðinu mínu og ákvað því á síðustu stundu að skella í hamborgarabrauð sem ég gæti borðað og gerði sætkartöflufranskar með.

Hamborgari og franskar með sósu

Ég skellti svo í sósu sem ég naut bæði á borgaranum og með frönskunum. Njótið.

 

Innihald

Fyrir brauðið:

4 msk kókosolía

4 egg

1/2 tsk salt

100 gr möndlumjöl

1 msk rósmarín

1 tsk laukduft

Sesam fræ til að strá yfir

Fyrir sætkartöflufranskarnar:

1 meðalstór sæt kartafla

Ólífuolía

salt og pipar

Fyrir sósu:

1/2 bolli Paleo majones (sjá uppskrift hér)

1/2 - 1 lítil dós tómatpúrra

1 msk epla edik

Salt, pipar, laukduft

Aðferð

Fyrir brauðið:

  1. Hitið ofninn í 220°C

  2. Setjið olíu og egg í háan "bikar" fyrir töfrasprota. Setjið þurrefnin yfir þau blautu og notið töfrasprota til að blanda vel.

  3. Hellið í 6 stór muffins form (ég keypti mín í IKEA). Setjið sesamfræ ofan á ef vill.

  4. Bakið í u.þ.b. 25 mínútur eða þar til brauðið er bakað í gegn. Leyfið brauðinu að kólna alveg áður en það er skorið.

Fyrir sætkartöflufranskarnar:

  1. Skerið sætu kartöfluna í langa strimla sem eru u.þ.b. 0,5 cm í þvermál.

  2. Dreifið strimlunum á bökunarpappír á bökunarplötu.

  3. Hellið olíu yfir og kryddið loks með salti og pipar.

  4. Bakið í ofni á 200°C í 15-20 mín eða þar til franskarnar eru tilbúnar. Persónulega vil ég mjúkar franskar en ef þú vilt þær stökkar þarf lengri tíma.

Fyrir sósuna:

Setjið öll innihaldsefni í skál og blandið vel.

bottom of page