top of page

Blómkálshrísgrjón

Jæja, þá er komið að því að setja inn uppskriftina að blómkálshrísgrjónunum. Þetta meðlæti er einfalt að gera og eiga í ísskáp. Hentar með flestum mat.

Blómkálshrísgrjón

Ég hef eldað blómkálshrísgrjónin oftast með grænmetiskrafti, en það er um að gera að prófa sig áfram og nota sveppakraft eða jafnvel kjúklinga-.

Innihald

1 haus blómkál

1 hvítlauksrif (má sleppa)

2,5 dl grænmetissoð (eða annar kraftur eftir smekk), magn fer eftir hversu mikið blómkálið er, látið soðið fljóta aðeins yfir

ögn ólífuolía til steikingar

Aðferð

  1. Skerið stilkana frá blómunum og setjið blómin í matvinnsluvél. Saxið blómkálið þar til það er í mátulega stórum (litlum) bitum, eins og hrísgrjón.

  2. Setjið ólífuolíuna í pott og merjið hvítlaukslaufið í.

  3. Þegar hvítlaukurinn hefur linast setjið blómkálið út í og loks soðið (kraftur+vatn).

  4. Sjóðið blómkálshrísgrjónin þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Gott er að hafa pottinn án loks.

  5. Smakkið blómkálshrísgrjónin til, e.t.v. þarf að setja meira vatn. Grjónin ættu að vera mjúk undir tönn, þó er það smekksatriði og ekkert sem segir að þið getið ekki haft þau ögn stökk ef það er ykkar smekkur.

bottom of page