top of page

Kókoskúlur

Annar pósturinn minn um Ladies Circle fundinn kemur hér. Hann er um möndlusmjörskókoskúlurnar. Reyndu að segja þetta nokkrum sinnum hratt!

Kókoskúlur

Kúlurnar eru mjög auðveldar í gerð og góðar í munni. Þær verður að geyma í ísskáp og jafnvel má geyma þær í frysti, þá er auðvelt að grípa í eina og eina þegar sætindaþörfin er að bera mann ofurliði.


Innihald í kókoskúlum

Innihaldsefnin eru bara 5 og uppskriftin gæti ekki verið einfaldari, ekki þarf að baka kúlurnar, einungis að kæla og eru tilbúnar á hálftíma.


Innihald

1 bolli möndlusmjör

1/4 bolli kakóduft

1/3 bolli hlynsýróp

1/3 bolli kókoshveit

kókosmjöl til að velta kúlunum uppúr


Aðferð

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman í skál.

  2. Mótið mátulega stórar kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókosmjöli.

  3. Frystið í 30 mínútur.



bottom of page