top of page

Heslihnetumjólk

Ég ákvað að prófa að gera eitthvað annað við heslihneturnar sem hlaðast upp hjá mér úr Costco hnetumixinu heldur en súkkulaðismjör. Úr varð heslihnetumjólk og ég er ekki frá því að mér finnist hún aðeins betri en möndlumjólkin.


Heslihnetumjólk

Þetta er nú trúlega ekki ódýrasta mjólkin, en þegar útkoman er til að nýta heslihneturnar í eitthvað, þá læt ég það vera.


Heslihnetur í matvinnsluvél

Til að byrja með þarf að leggja hneturnar í bleyti í a.m.k. 8 klukkustundir og því þarf að skipuleggja sig fyrirfram. Ég læt hneturnar yfirleitt liggja yfir nótt í bleyti og þá eru þær tilbúnar að morgni. Ástæðan fyrir því að leggja þarf hneturnar í bleyti er að utan á þeim er varnarhúð sem veldur því að meltingarkerfi okkar tekst ekki að melta þær almennilega nema fyrst að losna við þessi höft. Með því að leggja hneturnar í bleyti fyrst losum við um þessa ensím blokkara og þannig á líkami okkar auðveldara með að melta þær. Það sama á við t.d. um kínóa ef þið kannist við notkun á því.


Heslihnetumjólk í matvinnsluvél

Þegar búið er að leggja hneturnar í bleyti verður að hella vatninu sem notað við við það af þeim og þær svo settar í matvinnsluvélina ásamt fersku vatni. Einfaldara gæti það ekki verið.



Að lokum þarf að sía mjólkina og þá er gott að eiga ostaklút að ég tali ekki um hnetumjólkur klút. Ég hef líka notað gamalt trosnað viskustykki.


Innihald

1 bolli heslihnetur

1 tsk eplaedik

vatn eftir þörfum


Aðferð

  1. Leggið heslihneturnar í bleyti ásamt eplaediki í að minnsta kosti 8 klst, jafnvel yfir nótt.

  2. Hellið vatninu af hnetunum og skolið þær vel, setjið heslihneturnar í matvinnsluvél eða blandara ásamt smávegis af vatni.

  3. Á meðan matvinnsluvélin/blandarinn gengur bætið þá smám saman vatni saman við þar til blandan er hæfileg (u.þ.b. 2-3 bollar af vatni).

  4. Síið heslihnetuhratið frá með klút og geymið mjólkina í ísskáp.

bottom of page