top of page

Möndlukex

Mig langaði að eiga til kex til að grípa til þegar ég kæmi heim úr vinnu. Eitthvað í líkingu við hrökkbrauð eða tekex. Ég fann þessa uppskrift að kexi búnu til úr möndlumjöli og kókoshveiti og ákvað að prófa það.



Kexið er stökkt og kom mjög vel út úr ofninum. Ég reyndi að fletja það vel út svo að það varð nokkuð þunnt. Það heppnaðist vel og er kexið ekki svo þunnt að það eigi á hættu að brotna við minnsta álag.



Ég setti gróft malað salt, steinselju og rósmarín saman við deigið, en setja má hvaða kryddblöndu sem er. T.d. gæti verið gott að setja hvítlaukssalt og oreganó.


Innihald

1 bolli möndlumjöl

1/4 bolli kókoshveiti

1/4 bolli mulin hörfræ

1-2 egg

2 msk ólívu olía

Krydd eftir smekk, t.d. salt, steinselja og rósmarín eða hvítlaukssalt og oreganó


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 175°C

  2. Öllum innihaldsefnum blandað saman í skál (byrjið með 1 egg) og látið bíða í smá stund til að leyfa kókoshveitinu að draga vökvann í sig. Ef deigið er mjög þurrt og helst ekki saman má bæta öðru eggi við.

  3. Fletjið deigið út á milli tveggja bökunarpappírsræma. Reynið að hafa það frekar þunnt, eða ca. 2-3 mm að þykkt.

  4. Skerið deigið í hæfilega stóra kexbita.

  5. Bakið í ofninum í 20 mínútur eða þar til deigið er farið að taka á sig lit.

bottom of page