top of page

Sítrónukaka

Það er eitthvað við sítrónukökur sem ég stenst ekki. Því fannst mér tilvalið að finna eina góða uppskrift og skella í eina fyrir afmæli dótturinnar. Ég vildi fá eina góða köku til að njóta í veislunni.


Sítrónukaka og glassúr

Glassúrinn heppnaðist ekki nógu vel hjá mér og því sleppi ég því að setja uppskriftina að honum með.


Ef þið eruð jafn miklir aðdáendur sítrónukaka eins og ég mæli ég með því að þið prófið þessa. Hún er mjúk, loftkennd og alveg laus við að vera þurr.


Ég átti í stökustu vandræðum með að geyma nokkrar sneiðar fyrir myndatökunar því gestirnir voru svo æstir í hana. Sem betur fer tókst það nú samt og hér má augum líta þessa fínu sítrónuköku.


Innihald

1,5 bolli möndlumjöl

3 msk kókoshveiti

1 tsk matarsóti

1/4 tsk salt

2 sítrónur

2 tsk vanilludropar

3 egg

1/3 bolli kókosmjólk

1/3 bolli hunang

2 msk bráðin kókosolía


Aðferð

  1. Hitið ofninn í 175°C

  2. Blandið þurrefnum saman í skál. Rífið sítrónubörkinn af sítrónunum saman við.

  3. Þeytið eggin í annarri skál og bætið restinni af blautu hráefnunum saman við eggin, þar á meðal safanum úr báðum sítrónunum (u.þ.b. 1/3 bolli).

  4. Blandið þurrefnum og blautum saman.

  5. Látið deigið bíða í smá stund og hrærið svo aftur.

  6. Þekið formkökuform með bökunarpappír.

  7. Bakið í 35-40 mínútur eða þar til pinni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.

  8. Kælið alveg áður en kakan er borin fram.

bottom of page